Skráningar í Hraunsel og skrifstofuflutningar

11.8.2014

Við viljum benda á að ráðlegt er að fara að huga að skráningu í frístundarheimili fyrir veturinn.

Skráning í frístundaheimili fer fram á Mínum síðum á hafnarfjordur.is.

Breytingar þarf að senda á "Mínum síðum" eins og um nýja umsókn sé að ræða.

Þurfir þú á aðstoð að halda við innskráningu eða notkun á "Mínum síðum" þá endilega hafðu samband við þjónustuver bæjarins  í síma 585-5500 eða notaðu netspjallið á hafnarfjordur.is.

Barn getur hafið dvöl í frístundaheimilinu þegar verkefnastjóri hefur staðfest umsóknina við foreldra og tilkynnir þeim hvenær barnið megi mæta.

 Börn sem þurfa stuðning og börn sem eru að hefja skólagöngu hafa forgang um dvöl ef sótt hefur verði um fyrir 20 ágúst. Eftir það eru umsóknir afgreiddar eftir þeirri röð sem þær berast.

 Það skal tekið fram að ef ekki hefur tekist að fullmanna allar stöður á frístundaheimilum þegar starfsemin hefst að hausti er hugsanlegt að einhverjar tafir geti orðið á því að barn geti hafið dvöl sína á heimilinu.


Einnig viljum við segja frá því að nú hefur skrifstofa tómstundamiðstöðvarinnar flutt sig um set og er nú staðsett í "Mosaherberginu" sem er herbergið í horninu undir diskóbúrinu í matsalnum.  Við erum ekki með borðsíma eins og stendur en vonandi verður því kippt í liðinn sem fyrst - en þangað til er hægt að ná í okkur í símum 664-5788 (Sara) og 664-5795 (Davíð).


Tómstundamiðstöðin í Hraunvallaskóla | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2804 | Netfang sarap@hafnarfjordur.is