Söngkeppni Hafnarfjarðar 2015

22.1.2015

Söngkeppni Hafnarfjarðar var haldin í gærkvöldi í Hrauninu í Viðisstaðaskóla.
14 atriði voru í keppninni og voru þau öll rosalega flott.

 Keppendur Mosans voru Eyþór Eysteinsson og Ragna Steinunn Arnarsdóttir sem bæði koma úr 10. bekk. Þau stóðu sig með stakri prýði en Eyþór söng lagið Svartur afgan og Ragna Steinunn söng Minning.

 Í dómarapásunni stigu 3 drengir úr Mosanum á stokk og voru með frábært skemmtiatriði. Þetta voru þeir Hjörtur Ingi Halldórsson, Magnús Dagur Guðmundsson og Karl Viðar Pétursson en þeir tóku lagið On my playstation og vöktu mikla lukku viðstaddra.

 Eyþór gerði sér lítið fyrir og vann söngkeppnina og vann sér með því sæti í Söngkeppni SAMFÉS sem haldin verður í Laugardalshöll 14. mars næstkomandi. Þar mun hann syngja ásamt þeim Telmu Kolbrúnu Elmarsdóttur og Ingu Steinunni Henningsdóttir frá Ásnum í Áslandsskóla.

 Við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn og velgengni í söngkeppni SAMFÉS í mars.


Tómstundamiðstöðin í Hraunvallaskóla | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2804 | Netfang sarap@hafnarfjordur.is