Frístundaheimilið Hraunsel

Frístundaheimilið Hraunsel býður uppá fjölbreytt tómstundastarf fyrir nemendur í 1. - 4. bekk í Hraunvallaskóla eftir að daglegum skólatíma lýkur. Foreldrar skrá börn sín eftir þörfum hvers og eins.

Opnunartími er frá kl. 13:10 til 17:00 á virkum dögum. Þegar frí er í skólanum á virkum dögum er opið í frístundaheimilinu frá klukkan 8:00 um morguninn og til 17:00 að undanskildu vetrarfríi en þá er lokað í frístundaheimilinu. Þessa daga er auglýst sérstaklega eftir skráningu þeirra barna sem eiga að mæta.

Í frístundaheimilinu kynnast börnin hinum ýmsu tómstundum. Leitast er við að hafa starfið sem fjölbreyttast svo að allir finni eitthvað við sitt hæfi m.a. með útiveru, fjölbreyttum leikföngum, spilum, föndurefni og kubbum.
 
Verkefnastjóri er Sara Pálmadóttir og hægt er að ná í hana í síma 664 5788, 590 2804 eða á sarap@hafnarfjordur.is.

Yfirstjórn

Skrifstofa æskulýðsmála sér um rekstur frístundaheimila í umboði Íþrótta- og tómstundanefndar Hafnarfjarðarbæjar. Skrifstofa ÍTH er staðsett á Strandgötu 6, sími: 585 5500, netfang: ith@hafnarfjordur.is eða www.ith.is.

 

Tómstundamiðstöðin í Hraunvallaskóla | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2804 | Netfang sarap@hafnarfjordur.is