Skráning

Skráning í frístundaheimili fer fram á Mínum síðum á hafnarfjordur.is. Barn getur hafið dvöl í frístundaheimilinu þegar verkefnastjóri hefur staðfest umsóknina við foreldra og tilkynnir þeim hvenær barnið megi mæta.

Breytingar og uppsögn

Óskir um breytingar þarf að senda á „Mínum síðum" eins og um nýja umsókn sé að ræða. Allar breytingar verður að tilkynna fyrir 15. hvers mánaðar og þær taka þá gildi 1. næsta mánaðar. Uppsagnir sendast verkefnastjóra í tölvupósti.

Upplýsingar og aðstoð

Þurfir þú á aðstoð að halda við innskráningu eða notkun á „Mínum síðum" þá endilega hafðu samband við þjónustuver bæjarins  í síma 585-5500 eða notaðu netspjallið á hafnarfjordur.is.

Tómstundamiðstöðin í Hraunvallaskóla | Drekavellir 9, 221 Hafnarfjörður
Sími 590-2804 | Netfang sarap@hafnarfjordur.is